Fermingar í Grafarholtssókn á vori komanda verða 6., 13. og 20. apríl 2008 klukkan hálftvö í Árbæjarkirkju. Skráning er hafin í fermingarfræðslu vetrarins og á fermingardaga næsta vors.

Fermingar í Grafarholtssókn á vori komanda verða 6., 13. og 20. apríl 2008 klukkan hálftvö í Árbæjarkirkju. Skráning er hafin í fermingarfræðslu vetrarins og á fermingardaga næsta vors. Eru öll fermingarbörn og fjölskyldur þeirra boðin hjartanlega velkomin til messu í ágúst. Fermingarstörfin hefjast ekki formlega fyrr en í haust, en þar sem fermingarbörn eiga að mæta 10 sinnum í messu í vetur, þá er ekki úr vegi að byrja snemma! Eyðublað fyrir skráningu má finna hér, fylla út og afhenda prestinum eftir messu eða stinga því í póstkassann hjá prestinum í Þórðarsveig 3. Pósthólfið er merkt “Prestur.”

Öllum börnum sem verða 13 ára á árinu og eru skráð í Þjóðkirkjuna verður sendur póstur í ágústmánuði, þar sem fermingarstörfin verða kynnt nánar. Fermingarbörn sem tilheyra öðrum trúfélögum en vilja stunda fermingarfræðslu í Grafarholtssöfnuði er bent á að hafa samband við prestinn beint, þar sem þau eru ekki á póstlista.

Eins og fram kemur hér að neðan stendur til að fermingarbörn taki skóflustungu með biskupi Íslands 8. ágúst nk. kl. 17:30 og verða nánari upplýsingar sendar út síðar. Síðari hluti júlí og byrjun ágúst er mikill ferðalagstími og því líkur á að margir verði í burtu, en vonandi geta sem flest fermingarbörn lagt hönd á skóflu við upphaf kirkjubyggingarinnar okkar.