Listasmiðjan Litróf er starf fyrir börn í 5.-7. bekk þar sem áherslan er fyrst og fremst á listrænar greinar líkt og dans, leiklist, söng, myndbandsgerð og fleira. Ásamt því verður farið í fullt af skemmtilegum leikjum. Sem dæmi um dagskrárefni má nefna TikTok danssýningu, gospelgleði, brjóstsykursgerð og fleira. Stefnt er á að fara í ferðalag einu sinni á ári auk þess sem Litrófið mun sýna atriði í fjölskylduguðsþjónustum í vetur. Samverur verða á miðvikudögum frá 17:00-18:00 og er ókeypis að taka þátt. Starfið hefst 8. september og er búið að opna fyrir skráningu á heimasíðunni.

Umsjón með starfinu hafa Nanna Birgisdóttir Hafberg, Kristrún Lilja Gísladóttir og sr. Pétur Ragnhildarson, prestur og æskulýðsfulltrúi.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá sr. Pétri, petur.ragnhildarson@kirkjan.is.

Skrá í Litróf