Bænahópurinn Þórðarsveigi er elsti bænahópur kirkjunnar, stofnaður 2004. Þar hittist hópur sérhvern fimmtudag allt árið kl. 10-11. Tekið er við fyrirbænum og allir meðlimir bænahópsins taka virkan þátt í söng, ritningarlestri og bænum. Í lok bænastundar draga allir ritningarvers og Aðalsteinn meðhjálpari les hugleiðingu. Að lokinni bænastund er morgunmatur. Allir eru velkomnir í bænahópinn.