Félagsstarf fullorðinna

Home/Starfið/Félagsstarf fullorðinna
Félagsstarf fullorðinna 2016-10-04T13:34:10+00:00

Félagsstarf fullorðinna 18plús er í kirkjunni þrjá miðvikudaga í mánuði, fyrsta, annan og þriðja hvers mánaðar. Umsjónarmaður starfsins er sr.Kristín Pálsdóttir, séra Karl V. Matthíasson og Lovísa Guðmundsdóttir, kirkjuvörður taka þátt ásamt henni. Starfið er fyrir alla sem eru heima á daginn og vilja taka þátt í félagsstarfi.  Nánari upplýsingar hjá sr.Kristínu á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is eða hjá Lovísu síma 5777770.

Starfið fram til áramóta!

5.október kl 12:00
Fyrirbænastund. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 5777770 eða netfangið kirkjuvordur@grafarholt.is Eftir stundina verður súpa og brauð á 700 krónur. Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur kemur og spjallar við okkur um heima og geima.
12. október kl. 13:10
Helgistund í kirkjunni. Jón Pálsson rekstarverkfræðingur ræðir við okkur saltframleiðslu.  Kaffi og meðlæti á 500 krónur.
19.október kl. 13:10Helgistund í kirkjunni.  Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðfræðingur heldur áfram að segja okkur frá merkilegum atburðum í jarðsögu Íslands í máli og myndum.
2.nóvember kl. 12:00
Fyrirbænastund. Hægt  er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 5777770 eða netfangið kirkjuvordur@grafarholt.is Eftir stundina verður súpa og brauð á 700 krónur. Kristján Möller er gestur okkar í dag og hefur hann áreiðanlega frá mörgu skemmtilegu að segja.
9.nóvember kl. 13:10
Helgistund í kirkjunni. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur og vísindamaður mun koma til okkar og segja frá mörgu fróðlegu sem á daga hennar hefur drifið. Kaffi og meðlæti á 500 krónur.
16.nóvember kl. 13:10
Helgistund í kirkjunni. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun koma til okkar og segja frá mörgu fróðlegu úr starfi sínu. Kaffi og meðlæti á 500 krónur.
23.nóvember kl. 13:10
Helgistund í kirkjunni. Leynigestur. Kaffi og meðlæti á 500 krónur.
7. desember kl 12:00
Fyrirbænastund. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 5777770 eða netfangið kirkjuvordur@grafholt.is Eftir stundina verður súpa og brauð á 700 krónur. Síðan er komið að jólabingóinu með fjölda veglegra vinninga kl. 13:30. Kaffi og meðlæti í lokin.
14.desember kl. 13:10
Helgistund í kirkjunni. Sr Karl Sigurbjörnsson mun koma til okkar og eiga með okkur góða stund á aðventunni. Kaffi og meðlæti á 500 krónur.