Barnakór Guðríðarkirkju

Home/Safnaðarstarf/Barnakór Guðríðarkirkju
Barnakór Guðríðarkirkju 2017-05-16T11:22:02+00:00

Barnakór Guðríðarkirkju æfir á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina.

Æfingar eru sem hér segir

Guðríðarkirkja kl. 14.45 – 15.30:   1.-4. bekkur (Ingunnarskólabörn)

Sæmundarskóli kl 13:45 – 14:30:   1.-4. bekkur (Sæmundarskólabörn og Dalskólabörn)

Í Barnakór Guðríðarkirkju er sungin tónlist af ýmsum toga, veraldleg og trúarleg. Markmiðið með starfinu er að efla söng barnanna, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu. Barnakórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði. Kórstjóri er Ásbjörg Jónsdóttir.

Allir eru velkomnir í kórinn án tillits til trúfélagsaðildar.

Skráningin fer fram rafrænt með því að smella hér.