Hjálp í félagsþörf

Home/Hjálpin/Hjálp í félagsþörf
Hjálp í félagsþörf 2015-04-02T23:05:27+00:00

Í Guðríðarkirkju er bæði rekið félagsstarf og sjálfboðið starf. Annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann er í fræðsludagskrá í kirkjunni, þar sem lesið er upp úr Íslandsklukkunni, sönglög sungin og trölluð og áhugaverður gestur kemur í heimsókn sem segir frá einhverju skemmtilegu eða spilað og fleira skemmtilegt. Eftir dagskrána gefur Lovísa kirkjuvörður kaffið og það er ekki af verri endanum. Félagsstarfið er fyrir alla sem eru heima á daginn 18 ára og eldri og er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg. Í kirkjunni eru starfræktir bænahópar, prjónaklúbbur og foreldramorgunn og það er yfirleitt alltaf kirkjukaffi eftir messu. Safnaðarstarf Guðríðarkirkju er þannig góður staður til að kynnast fólki, enda koma þar margir. Smelltu á „Starfið“ til að fá nánari upplýsingar um það sem er í boði.

Við erum líka alltaf að leita að sjálfboðaliðum, sem vilja leggja sitt að mörkum við að byggja upp starfið. Flipinn „Sjálfboðið starf“ er á forsíðunni og veitir upplýsingar um þau sjálfboðaliðastörf sem okkur vantar hjálp við hverju sinni.