Sunnudaginn 2. júní, sjómannadag, verður Guðsþjónusta í Guðríðarkirkju kl. 11:00. Prestar safnaðarins, Sr. Leifur Ragnar Jónsson og Sr. Karl V. Matthíasson,  þjóna fyrir altari og prédika. Um undirleik og söng sjá þær Ásbjörg Jónsdóttir og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir. Kirkjuvörður og meðhjálpari verður Guðný Aradóttir.  Sjómanna verður minnst í guðsþjónustunni. Að guðsþjónustunni lokinni verður stuttur fundur með fermingarbörnum næsta árs og foreldrum þeirra. Þar verður fyrirkomulag fermingarfræðslunnar kynnt sem og helstu dagsetningar, .t.d. fermingarferðar og þess háttar. Við munum afhenda fermingarbörnunum helgihaldsbók til notkunar næsta vetur og þau fá fyrsta stimpilinn. Kaffi, djús, vatn, kleina og kex að guðsþjónustunni lokinni. !
Verið öll hjartanlega velkomin !