Tendrað á Jólatrénu

Tendrað verður á jólatrénu við Guðríðarkirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu kl: 16:00. það verður sungið og dansað í kringum jólatréið. Jólasveinninn kemur í heimsókn og syngur með okkur og seigir fréttir af fjöllunum. Foreldrafélag Ingunnarskóla býður upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarsal kirkjunnar.

Þetta verður mjög gaman og indælt. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.