Vetrarstarf Kórs Guðríðarkirkju hefst miðvikudagskvöldið 2. september.

Okkur vantar fólk í allar raddir.

Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 – 21.30 í Guðríðarkirkju. 

Miðvikudagskvöldið 9. september verður opin æfing fyrir alla þá sem áhuga hafa á að kynna sér kórstarfið og e.t.v. ganga í kórinn.

Framundan hjá kórnum auk messusöngs er kóramót í október, aðventusöngur og vortónleikar. Draumurinn er síðan að fara í ferðalag innan- eða utanlands í sumar.

Upplýsingar veitir Hrönn Helgadóttir kórstjóri á netfanginu hronnhelga@simnet.is eða í síma 6952703.