Félagsstarf fullorðinna 18+ miðvikudaginn 12. nóv. kl. 13:10

//Félagsstarf fullorðinna 18+ miðvikudaginn 12. nóv. kl. 13:10

Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju kl. 13:10 á helgistund. Framhaldssagan Dalalíf verður lesin og eftir lesturinn fáum við í heimsókn leikskólabörn frá leikskólanum Maríuborg sem ætla að sýna okkur dans ásamt danskennara og starfsmanni Maríuborgar henni Lilju Rut. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu á kr. 500,- undir lok samverunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.
images

By |2017-03-17T20:59:02+00:0011. nóvember 2014 | 11:26|