Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju föstudaginn 10 okt. kl: 20.

//Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju föstudaginn 10 okt. kl: 20.

Fyrsta Kyrrðarstund – A Moment Of Peace vetrarins. Að þessu sinni mun Ástvaldur Zenki Traustason spila fyrir okkur á flygil Guðríðarkirkju. Ástvaldur  hefur gefið út geisladiskinn Hymnasýn sem inniheldur kirkjulega sálma í nýjum búningi. Allir velkomnir og það gilda sömu reglur og fyrr 🙂 Takið með ykkur kodda, sængur, dýnur eða hvað sem lætur ykkur líða vel, en munið að fyrir innan lokuðu dyrnar í kirkjunni er ekkert talað – þar er pláss fyrir kyrrð og ró, bænir og hugleiðslu. Látið orðið berast – þessar stundir snúast ekki um trúarbrögð heldur kannski það sem skiptir mestu máli, kærleikann.

By | 2014-10-10T08:54:32+00:00 10. október 2014 | 08:54|