Kæru vinir.
Félagsstarf fullorðinna er að hefja starfsemi sína að nýju þann 10. september kl. 13:10. Starfið í vetur er eins og áður, þrisvar í mánuði á miðvikudögum, fyrsta, annan og þriðja hvern miðvikudag að einni undantekningu sem er í september. Starfið er fyrir alla sem eru heima á daginn og vilja taka þátt í félagsstarfi óháð aldri. Sami háttur verður á starfinu eins og verið hefur þ.e.a.s. hugvekja, framhaldssaga sem að þessu sinni verður „Dalalíf“ eftir Guðrúnu frá Lundi, fáum til okkar gesti eins og áður og briddað uppá nýjungum. Á morgun miðvikudaginn 10. september mun sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur flytja skemmtilega frásögn af starfi sínu sem prestur úti á landi. Lovísa kirkjuvörður verður með kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Dagskránni lýkur að venju kl. 15:30. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Karl, Lovísa og Sigurbjörg
mynd_haust