Félagsstarf fullorðinna 18+ í Guðríðarkirkju 16. apríl

//Félagsstarf fullorðinna 18+ í Guðríðarkirkju 16. apríl

Félagsstarf fullorðinna 18+ verður í Guðríðarkirkju, miðvikudaginn 16. apríl. Starfið byrjar að venju á helgistund kl. 13:10. Eftir lestur Íslandsklukkunnar mætir til okkar Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og flytur erindi um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir lífið á jörðinni. Undir lok samverunnar verður Lovísa kirkjuvörður verður með sitt rómaða kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Umsjónarmaður félagsstarfsins er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.

páskaliljur

By | 2017-03-17T21:01:09+00:00 15. apríl 2014 | 12:19|