Félagsstarf fullorðinna 18+ miðvikudaginn 2. apríl

//Félagsstarf fullorðinna 18+ miðvikudaginn 2. apríl

Félagsstarf fullorðinna 18+ er í Guðríðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 2. apríl og byrjar að venju á helgistund kl. 13:10. Ester Ólafsdóttir, organisti stýrir fjöldasöng, Íslandsklukkan lesin og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, varaformaður íbúasamtaka Grafarholts heldur erindi um sýn hans á starf samtakanna. Lovísa kirkjuvörður verður með sitt rómaða kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Upplýsingar á vetfangi felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.

Blóm í mars

By | 2017-03-17T21:01:34+00:00 1. apríl 2014 | 11:54|