Kyrrðarstund 14. febrúar með Dreamhub

//Kyrrðarstund 14. febrúar með Dreamhub

Enn höldum við notalega Kyrrðarstund – A Moment Of Peace – í Guðríðarkirkju í Grafarholti á Valentínusardaginn 14. febrúar. Stundin hefst kl. 20 og lýkur kl. 23. Danski listamaðurinn Kim Björn eða Dreamhub kemur sérstaklega til landsins til að spila við þessa stund í Guðríðarkirkju. Hann hefur heimsótt okkur tvisvar áður og það er alltaf jafn frábært.

Við hvetjum alla til þess að koma og hugleiða, biðja, slaka á og hafa það eins notalegt og fólk vill. Takið með ykkur sængur, kodda, púða, hugleiðslustóla, bangsa og hvað eina sem lætur ykkur líða vel :-) Bjóðið líka öllum vinum ykkar og við hvetjum ykkur til þess að setja like á síðuna okkar á Facebook þannig að þið náið að fylgjast með þannig :-)

Kyrrðarstund 8. nóv 20-23: Friðrik Karlsson leikur slökunartónlist

By |2017-03-17T21:02:40+00:0022. janúar 2014 | 20:38|