Kirkjan lokuð fram til 7. janúar

//Kirkjan lokuð fram til 7. janúar

Starfsfólkið í Guðríðarkirkju brá sér í síðbúið jólafrí á nýjársdag, enda jólin annatími í kirkjunni sem vera ber. Kirkjan verður að mestu lokuð fram á þriðjudaginn 7. janúar og ekki messa eða sunnudagaskóli á sunnudaginn 4. jan. Sigríður og Aldís Rut ætla að bíta í skjaldarrendur í fjölskyldumessunni 12. janúar og vígja hið spunkunýja brúðuleikhús safnaðarins með kurt og pí. Sjáumst þá!

team vacation

By | 2017-03-17T21:03:18+00:00 2. janúar 2014 | 01:16|