Kyrrðarstund með Friðriki Karlssyni 10. janúar

//Kyrrðarstund með Friðriki Karlssyni 10. janúar

Enn höldum við notalega Kyrrðarstund – A Moment Of Peace – í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Stundin hefst kl. 20 og lýkur kl. 23. Okkar yndislegi Friðrik Karlsson ætlar að spila fyrir okkur ljúfa tóna, en við höfum reyndar til skoðunar að hafa hluta af stundinni svolítið í anda tónlistar eins og margir þekkja frá Buddha-Bar. Við hvetjum alla til þess að koma og hugleiða, biðja, slaka á og hafa það eins notalegt og fólk vill. Takið með ykkur sængur, kodda, púða, hugleiðslustóla, bangsa og hvað eina sem lætur ykkur líða vel 🙂 Bjóðið líka öllum vinum ykkar og við hvetjum ykkur til þess að setja like á síðuna okkar á Facebook þannig að þið náið að fylgjast með þannig 🙂

Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju.Rautt Cropped

By | 2017-03-17T21:03:21+00:00 1. janúar 2014 | 23:03|