Félagsstarf fullorðinna í Guðríðarkirkju er farið af stað með verkefni þar sem prjónað er fyrir stríðshrjáð börn frá Sýrlandi. Fjöldi þessara barna er um 70.000 talsins. Þar af 30.000 undir fjögurra ára aldri. Samtök í Tyrklandi „Lily – Love In the Language of Yarn“ hvetja fólk víðs vegar um heiminn til þess að prjóna búta, sokka, vettlinga, trefla ofl. handa börnunum. Viltu taka þátt í þessu verkefni með því að gefa ullarband og/eða prjóna? Kirkjan er opin frá þiðjudegi til föstudags kl. 10:00 – 16:00. Upplýsingar veitir Sigurbjörg á nefanginu: felagsstarf@grafarholt.is

garn