Uppstigningardagur, kirkjudagur aldraðra

//Uppstigningardagur, kirkjudagur aldraðra

Uppstigningardagur, dagur eldri borgara er á fimmtudaginn 9. maí. Verður af því tilefni messað í Guðríðarkirkju kl. 11, horft til þeirra sem eru komin á eða nálgast efri ár og eftirlaunaaldur og beðið fyrir þeim, framtíð þeirra og fjölskyldum. Prédikari að þessu sinni er Aðalsteinn Dalmann Októsson meðhjálpari og verkstjóri, séra Sigríður messar, kór Guðríðarkirkju syngur og Hrönn Helgadóttir leikur á orgelið. Lovísa kirkjuvörður mun færa okkur kirkjukaffi eftir messuna. Óperudívurnar Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson munu heimsækja okkur í kirkjukaffinu og syngja eitthvað létt og skemmtilegt.

By | 2013-05-03T18:16:51+00:00 3. maí 2013 | 18:14|