Guðríðarkirkja stendur fyrir félags- og fræðslustarfi miðvikudaginn 27. febrúar frá kl. 13.30 – 15.30 fyrir þau sem eru heima á daginn og eldri borgara. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður kemur í heimsókn og segir okkur frá ferðum sínum um hinn islamska heim í Austurlöndum nær og Fatímusjóðnum sem stofnaður var til styrktar jemenskum börnum og konum, en nýverið lét sjóðurinn fé af hendi rakna til að byggja vatnsþró í Eþíópíu. Umsjónarmenn eru séra Sigríður Guðmarsdóttir og séra Bryndís Valbjarnardóttir, Hrönn Helgadóttir organisti leiðir söng og Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður ber á borð dásamlegar kræsingar. Verið öll hjartanlega velkomin.