Opið hús miðvikudaginn 30. janúar

//Opið hús miðvikudaginn 30. janúar

Níels Árni LundOpið hús fyrir eldri borgara og þau önnur sem eru heima á daginn verður miðvikudaginn 30. janúar kl. 13:30-15:30. Gestur dagsins er Níels Árni Lund sem ætlar að skemmta okkur með gamanvísum og fleiri skemmtilegheitum eins og hans er von og vísa.

Umsjónarmenn eru séra Sigríður og séra Bryndís Valbjarnardóttir, Hrönn organisti heldur uppi fjöldasöng og Lovísa kirkjuvörður reiðir fram glæsilegar veitingar fyrir fimmhundruðkall.

By |2017-03-17T21:06:38+00:0026. janúar 2013 | 13:47|