Barnakór Guðríðarkirkju tekur til starfa á ný

 

Fyrsta æfing vetrarins verður þriðjudaginn 4. desember klukkan 14.00.

Kórstarfið er fyrir börn í 2. – 5. bekk en á næstunni tekur einnig til starfa eldri deild kórsins.

Markmið kórsins er að efla söng barnanna, raddbeitingu, tónlistarþekkingu og nótnalestur. Kórinn mun koma reglulega fram í messum í kirkjunni og við ýmis önnur tækifæri.

 

Nýr kórstjóri barnakórsins er Margrét Sigurðardóttir.

 

Við bjóðum öll börn í 2. -5. bekk velkomin á fyrstu æfinguna þriðjudaginn 4. desember klukkan 14.00 og þeir foreldrar sem vilja fylgja börnum sínum á fyrstu æfingarnar eru líka velkomnir.

Allir eru velkomnir án tillits til trúfélagsaðildar.

 

Nánari upplýsingar veitir kórstjóri í síma 6953314 eða á netfanginu margret.sig@mac.com