Barnakór Guðríðarkirkju tekur til starfa á ný

 

 

Í desember tekur Barnakór Guðríðarkirkju til starfa á ný og verður fyrsta æfing vetrarins í kirkjunni þriðjudaginn 4. desember klukkan 14.00-14.50.

Kórstarfið er fyrir börn í 2. – 5. bekk en á næstunni tekur einnig til starfa eldri deild fyrir 6 – 10. bekk.

Nýr kórstjóri, Margrét Sigurðardóttir, hefur tekið við kórnum. Hún er klassískt menntuð söngkona, söngkennari og píanóleikari. Margrét hefur mikla reynslu af kórsstarfi með börnum og er barnakórstjóri Árbæjarkirkju.

Í Barnakór Guðríðarkirkju verður sungin tónlist af ýmsum toga, bæði veraldleg og trúarleg, en markmiðið með starfinu er að efla söng barnanna, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu. Að auki er bætt við hreyfingum og dansi þar sem við á en við hefjum starfið núna í desember á jólalögunum.

Við bjóðum börnin hjartanlega velkomin á fyrstu kóræfinguna þriðjudaginn 4. desember klukkan 14.00. Foreldrar sem vilja fylgja börnunum sínum á fyrstu æfingarnar eru einnig velkomnir með.

Allir eru velkomnir í kórinn án tillits til trúfélagsaðildar.

 

Nánari upplýsingar veitir kórstjóri í síma 6953314 eða netfanginu margret.sig@mac.com

——————————————————————————————————————————————————–

 

Skráningarblað:

 

 

_________________________________________________________ ______________________________
Nafn barns Bekkur og skóli

 

 

 

___________________________________________________________ _____________ ________________
Forráðamaður 1 Sími Netfang

 

Netfang

 

____________________________________________________________ _____________ ________________
Forráðamaður 2 Sími Netfang

 

By |2012-11-27T15:06:19+00:0027. nóvember 2012 | 15:06|