Staða djákna við Guðríðarkirkju laus til umsóknar (50%)

//Staða djákna við Guðríðarkirkju laus til umsóknar (50%)

Biskup Íslands auglýsir til umsóknar 50% stöðu djákna við Guðríðarkirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. september n.k.  Djákni starfar á grundvelli laga um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og skv. starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998. Djákninn starfar á sviði æskulýðs- og tómstundastarfs í nánu samstarfi við sóknarprest og sóknarnefnd. Um nýtt starf er að ræða. Góð skrifstofuaðstaða fylgir og gerð er krafa um fasta viðveru í Guðríðarkirkju.

Verksvið:

 • Miðlun, skráning, umsjá, viðvera, samráð, stjórnun, leiðtogaþjálfun, undirbúningur samverustunda með börnum og unglingum
 • Þrír sunnudskólar í mánuði, ein fríhelgi í mánuði
 • 7-9 ára starf í Guðríðarkirkju í viku hverri
 • 10-12 ára starf í Guðríðarkirkju í viku hverri
 • Æskulýðsstarf í Guðríðarkirkju í viku hverri
 • Eldri borgarastarf með sóknarpresti 2x í mánuði

Kröfur um hæfni og færni:

 • Djáknamenntun.
 • Öflug reynsla af æskulýðsstarfi og hæfni til að vinna með börnum og unglingum.
 • Þekking og áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar
 • Trú og traust framkoma sem getur verið börnum og unglingum til fyrirmyndar.
 • Færni í mannlegum samskiptum og tengslavinnu, skipulagshæfni og samviskusemi, þjónustuvilji og sveigjanleiki
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti og koma starfinu á framfæri á vef og samfélagsmiðlum.
 • Óskað er eftir söngvinnum, félagslyndum og glaðværum starfsmanni og æskilegt er að viðkomandi spili á hljóðfæri.

Umsóknarfrestur rennur út 10. ágúst. Umsóknum skal skila á netfang skjalavarðar biskupsstofu:ragnhildur.bragadottir@kirkjan.is

Samkvæmt reglu kannar biskup hvort umsækjendur uppfylli lögboðin skilyrði til starfsins. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup umsóknir ásamt umsögn sinni til hlutaðeigandi vinnuveitanda sem ákveður, að höfðu lögboðnu samráði, hver skuli ráðinn og tilkynnir það prófasti. Umsókninni skal fylgja eyðublað um öflun upplýsinga úr sakaskrá sem nálgast má hér.  Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Guðríðarkirkju gefur upplýsingar um starfið í síma 8952319. Óskað er eftir því að nöfn og símanúmer a.m.k. tveggja meðmælenda fylgi með umsókninni. Öllum umsóknum verður svarað.

Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 

By |2017-03-17T21:09:20+00:0029. júlí 2012 | 15:37|