Skráningu í fermingarstörfin lýkur formlega í lok þessarar viku. Fermingarbörn vetrarins eru byrjuð að sækja messur en fermingarfræðslan byrjar formlega í næstu viku með fermingarferðalaginu í Vatnaskóg. Fara Ingunnarskólakrakkarnir upp í Vatnaskóg mánudaginn, 19. sept., en Sæmundarskólakrakkarnir á föstudeginum í sömu viku, 23. sept.  Mæting er við Guðríðarkirkju báða dagana klukkan átta. Börn í 8. bekk sem standa utan fermingarfræðslu eru velkomin með í ferðina, en foreldrar þeirra þurfa að hringja í prestinn (8952319) eða senda tölvupóst (sigridur@grafarholt.is)