Fjölskyldumessa kl. 11 á Æskulýðsdaginn. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur, nemendur Tónlistarskóla Árbæjar og Grafarholts flytja tónlist, prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, meðhjálparar Aðalsteinn Dalmann Októsson og Sigurður Óskarsson, kirkjuvörður og bollubakari Lovísa Guðmundsdóttir. Bolludagskaffi eftir messu. Rokkmessa kl. 17 með tveimur hljómsveitum, þar af annarri úr Ingunnarskóla sem er sett saman sérstaklega af þessu tilefni og stjórnað af Árna Þorláki Guðnasyni, æskulýðsfulltrúa og tónmenntakennara, krakkar úr Grafarholtsdeild Breytenda segja frá sínu starfi, meðhjálparar Aðalsteinn og Sigurður og Lovísa galdrar fram meiri bollur í bolludagskaffinu eftir messu. Rokk og rjómi!