Selkórinn og Vox Academica
flytja Messías
Selkórinn hefur tekið höndum saman við annan kór, Vox Academica, um að flytja þá frægu óratoríu Messías eftir Georg Friðrik Handel tvisvar sinnum í byrjun desember.
Fyrst verður óratorían flutt í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 5. desember kl. 17 og svo aftur í Guðríðarkirkju í Grafarholti miðvikudaginn 8. desember kl. 20.
Auk kórsins syngja fjórir einsöngvarar, Ágúst Ólafsson, bassi, Snorri Wium, tenór, Sesselja Kristjánsdóttir, alt og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran. Undir leikur svo tuttugu manna hljómsveit og er Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari. Stjórnandi verður Jón Karl Einarsson. Þetta verða því sannkallaðir stórtónleikar.
Aðgöngumiðar hjá 12 tónum, Bókasafni Seltjarnarness og hjá kórfélögum (selkorinn hjá selkorinn.is). Miðaverð: 3.500,- kr