Starf KFUM/KFUK og Grafarholtssóknar fyrir 9-12 ára börn er í fullum gangi í Ingunnarskóla, og stefna börnin á vorferðalög í Vatnaskóg og Vindáshlíð í lok mars.

Starf KFUM/KFUK og Grafarholtssóknar fyrir 9-12 ára börn er í fullum gangi í Ingunnarskóla, og stefna börnin á vorferðalög í Vatnaskóg og Vindáshlíð í lok mars.

Strákar í KFUM hittast á svæði 4.-5. bekkjar í Ingunnarskóla á fimmtudögum kl. 17:15-18:30, og stelpur í KFUK hittast á sama tíma á svæði 6.-7. bekkjar. Stundum eru svo sameiginlegir fundir beggja kynja, og næsta fimmtudag, 13. mars, er einmitt sameiginlegt páskabingó á dagskránni. Allir 9-12 ára krakkar eru velkomnir.

Eftir páskafrí hittast krakkarnir einu sinni og fara svo í vorferðalag yfir nótt 28.-29. mars (föst.-laug.), strákar í Vatnaskóg og stelpur í Vindáshlíð. Svo halda fundirnir á fimmtudögum áfram fram að sumardeginum fyrsta.

Myndir úr starfinu má finna hér.