Næsta sunnudag, 17. febrúar, verður sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 og messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14.

Helgihaldið á sunnudaginn, 17. febrúar, sem er annar sunnudagur í föstu:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Gleði og fræðsla, söngur, saga og brúður. Umsjón Anna Elísa Gunnarsdóttir og Þorgeir Arason. Nýr límmiði, ný litamynd. Allir velkomnir.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Séra Sigríður Guðmarsdóttir messar, Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir músík. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Kirkjukaffi. Allir velkomnir.