Knattspyrnumót KFUM og KFUK á sunnudaginn

//Knattspyrnumót KFUM og KFUK á sunnudaginn

Nú á sunnudaginn, 28. október, fer fram knattspyrnumót yngri deilda í KFUM og KFUK og að sjálfsögðu munu Grafarholtskrakkar keppa á mótinu.

Nú á sunnudaginn, 28. október, fer fram knattspyrnumót yngri deilda í KFUM og KFUK og að sjálfsögðu munu Grafarholtskrakkar keppa á mótinu.

Sunnudaginn 28. október fer knattspyrnumót KFUM og KFUK fram í íþróttahúsinu í Seljaskóla. Mótið er fastur liður í starfi yngri deilda KFUM og KFUK og von á spennandi keppni. Keppni stúlkna fer fram milli 13:00-15:00 og keppni drengja milli 15:30-17:30. Keppt er í fimm manna liðum og má hafa nokkra varamenn með í hverju liði. Þátttaka á mótinu er keppendum að kostnaðarlausu en allir keppendur fá hressingu og viðurkenningarskjöl að launum. Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í drengja og stúlknaflokki. Þá verður krýndur vítakóngur KFUM og vítadrottning KFUK og einnig boltamaður og boltakona (sá/sú sem getur haldið boltanum lengst á lofti).

Þátttakendur í starfi KFUM eða KFUK í Grafarholti geta skráð sig til keppni með aðstoð foreldra sinna með því að skila inn á fundunum á fimmtudaginn útfylltu skráningarblaðinu, sem afhent var á síðustu fundum, eða með því að hafa samband við Þorgeir Arason í síma 847-9289 eða með rafpósti; thorgeir (hjá) grafarholt.is. Þorgeir veitir einnig allar nánari upplýsingar um mótið fyrir Grafarholtskrakka. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér á keppnisstaðinn (íþróttahús Seljaskóla) en foreldrar eru hvattir til að sameinast um skutlið!

By |2007-10-23T20:51:22+00:0023. október 2007 | 20:51|