Tómasarmessur, sérstakar messur með léttri tónlist og fyrirbænum, hefjast að nýju í Breiðholtskirkju sunnudaginn 30. september kl. 20.

Tómasarmessur eru messur sem kenndar eru við Tómas, lærisvein Jesú sem efaðist um upprisu hans. Tómasarmessur eru þannig tilvaldar fyrir þau sem ekki eru kirkjuvön. Í Tómasarmessum þjóna margir prestar, djáknar og guðfræðinemar undir forystu prófastsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Grafarholtsklerkur þjónar þar annað slagið. Framkvæmdaraðilar eru auk prófastsdæmisins Félag guðfræðinema og Kristilega skólahreyfingin.

Í Tómasarmessum eru messuliðirnir útskýrðir jafnóðum, söngvarnir eru léttir og í miðri messu er boðið upp á fyrirbæn. Fólk getur komið fram, kropið og fengið persónulega fyrirbæn hjá presti eða leikmanni. Það er líka hægt að sitja í sæti sínu, biðja, syngja eða hlusta, eða skrifa niður fyrirbænarefni á blað og bænirnar eru ýmist beðnar í messunni eða skipt niður á milli bænahópanna í prófastsdæminu.

Tómasarmessurnar eru síðasta sunnudag í mánuði (yfir veturinn) kl. 20 í Breiðholtskirkju og verður fyrsta Tómasarmessa haustsins sunnudagskvöldið 30. september. Allir eru hjartanlega velkomnir. Það má fræðast nánar um Tómasarmessurnar með því að smella hérna.