Sjá, nú er liðin sumartíð…

//Sjá, nú er liðin sumartíð…

Vetrarstarf Grafarholtssóknar hefst 9. september næstkomandi með fjölskyldumessu í Ingunnarskóla kl. 11, og þar með reglulegt helgihald og barnastarf safnaðarins í vetur. Engin messa verður 2. september.

Nú hallar sumri og kirkjustarf í Grafarholti tekur senn að nýju á sig reglubundna mynd vetrarstarfsins. Í vetur verður starfið dreift enn víðar um hverfið en áður, þar sem barnastarf verður bæði í Ingunnarskóla og Sæmundarskóla en messur og bænastundir sem fyrr í þjónustusalnum, Þórðarsveigi 3. Síðan fylgjumst við spennt með kirkjubyggingunni á fjórða staðnum, við Kirkjustétt, sem vonandi sameinar söfnuðinn fyrir árslok 2008.

Starfið í vetur verður auglýst vandlega hér á vefnum og í fréttabréfi safnaðarins fyrstu viku septembermánaðar og hefst svo af fullum krafti í annarri viku mánaðarins. Upphaf vetrarstarfsins markast af fjölskyldumessu í Ingunnarskóla sunnudaginn 9. september kl. 11.

Athugið: Engin messa verður í Þórðarsveigi 3 næsta sunnudag, 2. september, eins og áður hafði verið auglýst. Næst verður messað í Þórðarsveignum 16. september.

By |2017-03-17T21:13:30+00:0029. ágúst 2007 | 09:27|